staying toghether (special)

by Sigurbjörg Thrastardóttir


staying toghether (special)

i can’t help it

you’re great cooks

but after dinner

watching the new year’s eve revue

my pharynx is crammed

with mushrooms cabbage gravy malt ale cucumbers

and red smarties

that’s why i don’t laugh out loud

just shake my head slowly

and puff out my otherwise sunken cheeks

i mean no harm

but don’t look

for now the jam begins to dribble

and maybe birds and comedies

will fly out of my mouth

soon

© translated by Bernard Scudder

halda hópinn (spari)

ég get ekki að þessu gert

þið eruð ágætir kokkar

en eftir kvöldverðinn

yfir áramótaskaupinu

er munnholið mitt stútfullt

af sveppum káli brúnni sósu malti gúrkum og

rauðum smartís

þess vegna hlæ ég ekki upphátt

hristi bara höfuðið hægt

og belgi annars innfallnar kinnarnar

ég meina ekkert illt

en ekki horfa

því nú byrjar sultan að leka

og kannski fljúga út úr mér

fuglar og skemmtiatriði

bráðum

© Sigurbjörg Thrastardóttir, To Bleed Straight (JPV útgáfa, 2008)