immigrant / june

i think they ought to mix

bone splinters into the tarmac and that

you shouldn’t be wearing such

high heels here (they

could sink it’s

hot the sun)

 

have you got such high cheekbones?

 

walking without a sound

crying yourself to sleep wolfing something

down

 

is the only goal today

tomorrow we’ll have a new

idea

 

i think i’ve seen those

eyes of yours before do you come

here often? there were

many more admirers here

before the road was laid

that straight

 

it’s hot, the sun, though we’re

this far away

© translated by Bernard Scudder

innflytjandi / júní

mér finnst það ætti að blanda

beinaflísum í malbik og að

þú ættir ekki að vera í svona

háhæluðum skóm hér (þeir

gætu sokkið hún er

heit sólin)

 

ertu með svona há kinnbein?

 

að ganga alveg hljóðlaust

gráta sig í svefn rífa e-ð

í sig

 

er eina markmiðið í dag á

morgun fáum við nýja

hugmynd

 

mér finnst ég hafi séð þessi

augu þín áður kemurðu

oft hingað? hér voru

miklu fleiri aðdáendur

áður en vegurinn var lagður

svona beint

 

hún er heit sólin, við samt

þetta langt frá

© Sigurbjörg Thrastardóttir, To Bleed Straight (JPV útgáfa, 2008)