martinique

if it wasn’t on martinique it was definitely on guadeloupe that

i received this strange death announcement over a payphone

the earth had suddenly swallowed a princess from an old

empire

and thereupon everyone lost interest in my live broadcast

from

the cradles of colourful parrots and palm-treed squares no

need

to take a careful look around that’s the reason i have trouble

remembering the local details down there with suitable

accuracy i

even mix up the two islands just think of that the way long

distance

phone calls can change our picture of the world

© translated by Bernard Scudder

martinique

ef það var ekki á martinique þá var það á guadeloupe sem ég

fékk þessa undarlegu andlátsfrétt í gegnum peningasíma

jörðin

hafði án fyrirvara gleypt prinsessu frá gömlu heimsveldi og

þar með hafði enginn lengur áhuga á beinni lýsingu minni

frá vöggu litríkra páfagauka eða torgi pálmatrjáa engin þörf

á að litast vandlega um og þess vegna á ég erfitt með að rifja

upp staðhætti þar syðra með viðunandi nákvæmni rugla

jafnvel

eyjunum saman heldurðu að sé nú já svona geta

langlínusímtöl

breytt mynd okkar af heiminum

© Sigurbjörg Thrastardóttir, To Bleed Straight (JPV útgáfa, 2008)