may i hug you again?

by Sigurbjörg Thrastardóttir


may i hug you again?

– green –

 

the following phenomena

fortify

when you leave:

 

cough mixture

the six o’clock weather

the laurel leaves you forgot

and the picture of mr. cave

 

– red –

 

i shouldn’t be so close, you say

it’s all so inflammable

but i’m here to water you, i say

 

– yellow –

 

the sun lights up

the top steps first of all

and mr. cave strikes the right note:

 

i’m exhausted by your absence

 

– blue –

 

i’m also

afraid of forgetting you

beyond that fishless sea

as you call it

 

but if i can tug

on your beard just one more time

 

then maybe

© translated by Bernard Scudder

má ég halda utan um þig aftur?

– grænt –

 

eftirtalin fyrirbæri

styrkja

þegar þú ferð:

 

norskir brjóstdropar

veðrið klukkan átján

lárviðarlaufin sem þú gleymdir

og myndin af herra cave

 

– rautt –

 

ég ætti ekki að vera

svona nærri, segir þú,

allt er eldfimt

 

en ég er hér til að vökva þig,

segi ég

 

– gult –

 

sólin lýsir allra

fyrst upp efstu þrepin

og herra cave hefur lög að mæla:

 

fjarvera þín þreytir mig

 

– blátt –

 

ég er líka

hrædd um að gleyma þér

handan við þetta fisklausa haf

sem þú kallar svo

 

en ef ég fæ að toga

í skeggið þitt einu sinni til

 

þá kannski

© Sigurbjörg Thrastardóttir, To Bleed Straight (JPV útgáfa, 2008)