feeling sleepy

if i drop this pen

onto the bedclothes someone

might get angry perhaps you can't

even get the stains out unless

someone knows first aid strips

the bed fills the washer and maybe

potato flour or salt or what was that

housekeeping tip yes stand in your undies

stare at the glass watch the foam

splashing like surf on a porthole

surf in the faroes and when the

night’s over both of them have lost

sleep but it’ll all turn out well looks

better when the ink is nowhere

to recall that white night never

do your writing in a double bed

© translated by Bernard Scudder

syfja

ef ég missi þennan penna

í sængurfötin verður einhver

reiður kannski er ekki einu sinni

hægt að ná þeim blettum úr nema

einhver kunni skyndihjálp rífi af

rúmunum skelli í vél og kannski

kartöflumjöl eða salt eða hvernig var

aftur húsráðið já standa á nærfötunum

og stara inn í tromluna horfa á löðrið

slást upp á glerið eins og brim á

kýrauga brim í færeyjum og þegar

nóttin er liðin hafa bæði misst

svefn en það bjargast horfir betur

við þegar blekið er hvergi til að

minna á þessa hvítu nótt aldrei

að sinna skriftum í tvíbreiðu rúmi

© Sigurbjörg Thrastardóttir, To Bleed Straight (JPV útgáfa, 2008)